Uppgötvuðu holu bak við Salthúsið

Holan er á bak við Salthúsið í Grindavík.
Holan er á bak við Salthúsið í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hola hefur myndast bak við Salthúsið í Grindavík, milli Salthússins og knattspyrnuvallarins. Ráðherrarnir skoðuðu holuna á drónamyndum, en svæðið hefur verið girt af. Holan uppgötvaðist nýlega.

Um þrjú leytið kom aðgerðastjórn í húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem ráðherrarnir kynntu sér starfsemi aðgerðastjórnar almannavarna og ræddu við viðbragðsaðila.

Fylgjast með Grindavík í beinni um dróna

Ráðherrarnir skoðuðu meðal annars hvernig aðgerðastjórn hefur fylgst með Grindavíkurbæ í gegnum beina útsendingu úr dróna yfir bænum undanfarna daga. Drónin getur bæði beitt hitamyndavél og venjulegri myndavél og því er margt að sjá. 

Sérstaklega var skoðuð ný hola sem hefur myndast bakvið Salthúsið í Grindavík, milli Salthússins og knattspyrnuvallarins. Holan er nokkuð stór og svo virðist sem jarðvegur hafi sígið undir malbikinu og holan myndast í kjölfarið. 

Holan, og svæðið í kring, hefur verið girt af og öllum meinaður aðgangur að svæðinu.

Ráðherrarnir hittu aðgerðarstjórn almannavarna í húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík.
Ráðherrarnir hittu aðgerðarstjórn almannavarna í húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert