Vara við fjölda hreindýra á hringveginum

Hreindýr geta skapað hættu við vegi, einkum á vetrum þegar …
Hreindýr geta skapað hættu við vegi, einkum á vetrum þegar þau leita niður á láglendið. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem hafa sést við og á hringveginum í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði.

Í tilkynningu hvetur lögreglan ökumenn til að hafa augun vel opin og aka á löglegum hraða.

Erfitt geti verið að sjá hreindýrin í myrkrinu en einnig geti þau hlaupið fyrirvaralaust inn á veginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert