Fréttir ná til 100 milljóna lesenda

Erlendir fjölmiðlar í Grindavík fyrr í vikunni.
Erlendir fjölmiðlar í Grindavík fyrr í vikunni. mbl.is/Eyþór

Mikill áhugi hefur verið meðal erlendra fjölmiðla á eldvirkninni á Reykjanesskaga síðustu vikur. Fjölmörg teymi fréttamanna hafa komið til landsins og afraksturinn ekki látið á sér standa. Búast má við því að fréttum fjölgi enn á næstunni nú þegar erlendu fjölmiðlafólki hefur verið hleypt inn í Grindavík.

Eins og oft áður hefur Íslandsstofa vaktað umfjöllunina í erlendum fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum þaðan nær þessi vöktun til helstu útflutningsmarkaða Íslands og eru vaktaðar fréttir á ensku, spænsku, frönsku, þýsku, ítölsku auk frétta á Norðurlöndunum. „Frá því þessi atburðarás hófst þann 24. október hafa birst rúmlega 42.000 umfjallanir á þessum mörkuðum. Dekkun þeirra er ríflega 100 milljónir lesenda. Miðað við vélgreiningu teljast 34% umfjöllunar neikvæð en 61% telst hlutlaust,“ segir í svari Íslandsstofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir að umfjöllunin hafi tekið breytingum frá upphafi og fram á daginn í dag. „Fyrstu fréttir erlendra miðla af ástandinu á Reykjanesi voru í talsverðum upphrópunarstíl en eftir því sem líða fór á viðburðinn sýnist okkur að umfjöllunin hafi fremur byggst á staðreyndum en upphrópunum. Þar kann að koma til að talsverður fjöldi erlendra fjölmiðla sendi hingað teymi til þess að gera þessum atburðum skil og fjalla um þetta frá fyrstu hendi.“ 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert