Gengið vel að koma flutningabílum inn í bæinn

Flutningabílum var ekið inn í Grindavík í dag.
Flutningabílum var ekið inn í Grindavík í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gekk bara mjög vel í dag,“ segir Gunn­ar Schram, yf­ir­lög­regluþjónn lögreglunnar á Suður­nesj­um, við mbl.is um aðgerðir lögreglu við Grindavík í dag. Breyt­ing­ar tóku gildi í dag sem fel­ast í því að nú er hægt að fá heim­ild fyr­ir flutn­inga­bíla til þess að flytja eig­ur úr bænum.

Íbúar Grinda­vík­ur fengu tækifæri til þess að sækja verðmæti og huga að eign­um sín­um frá klukkan 9 til 16 í dag.

Gunnar segir að engin örtröð hafi myndast vegna umferðar og að mikil ró hafi verið yfir fólki.

Í heildina litið hafi allt gengið vel „hvort sem það voru íbúar með einhvers konar sendiferðabíla, eða fyrirtæki eða annað“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert