Agnar Már Másson
„Það gekk bara mjög vel í dag,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, við mbl.is um aðgerðir lögreglu við Grindavík í dag. Breytingar tóku gildi í dag sem felast í því að nú er hægt að fá heimild fyrir flutningabíla til þess að flytja eigur úr bænum.
Íbúar Grindavíkur fengu tækifæri til þess að sækja verðmæti og huga að eignum sínum frá klukkan 9 til 16 í dag.
Gunnar segir að engin örtröð hafi myndast vegna umferðar og að mikil ró hafi verið yfir fólki.
Í heildina litið hafi allt gengið vel „hvort sem það voru íbúar með einhvers konar sendiferðabíla, eða fyrirtæki eða annað“.