„Hlýtt loft er komið til Íslands“

Haustlitir í Elliðárdal.
Haustlitir í Elliðárdal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlýtt loft er komið til Íslands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en í morgunsárið var hiti sums staðar kominn upp í 5 til 10 stig. 

Á austanverðu landinu er hiti þó enn um frostmark. 

Í dag verður suðlæg átt 3-10 m/s og skýjað í flestum landshlutum og sums staðar dálítil væta sunnan- og vestanlands.

Mjög svipað veður verður á morgun en þá þurrt að mestu leyti og léttir allvíða til þegar líður á daginn. Áfram milt í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert