Húsavíkurflugið heldur áfram

Flogið verður fimm sinnum í viku.
Flogið verður fimm sinnum í viku. mbl.is/Sigurður Bogi

Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar, um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu 3-4 mánuðina.

Greint var frá því í september að Ern­ir hefði ákveðið að hætta áætl­un­ar­flugi til Húsa­vík­ur en í lok þess mánaðar til­kynnti Vega­gerðin að Ern­ir hefði hlotið styrk til tveggja mánaða, eða til lok nóv­em­ber, til þess að halda uppi áætl­un­ar­flugi til Húsa­vík­ur.

Ernir greinir nú frá því í fréttatilkynningu að búið sé að opna fyrir sölu á flugi út febrúar, hið minnsta. Flogið verður fimm sinnum í viku. Á næstu vikum og mánuðum mun svo koma í ljós hvort að þjónustustigið verði tryggt til enn lengri tíma.

 „Ljóst er að full þörf er á þessum samgöngumáta inn á svæðið hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. 

Hægt er að sjá flugáætlunina og jafnframt bóka sig í flug áheimasíðu Ernis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert