Rannsóknir á Hvassahrauni standa enn yfir þar sem kannað er hvort svæðið geti verið heppilegt flugvallarstæði.
Kynnt var í lok nóvember fyrir fjórum árum að starfshópur yrði skipaður til að annast fyrri hluta rannsóknar. Nokkrum mánuðum síðar voru fyrirætlanirnar samþykktar í ríkisstjórn og borgarráði en fram kom að ríki og borg myndu hvort um sig setja 100 milljónir í verkefnið.
Morgunblaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá innviðaráðuneytinu og fékk þau svör í gær að reiknað sé með því að hópurinn ljúki störfum snemma á næsta ári. Rannsóknum fari að ljúka og vinni starfshópurinn að sinni heildarskýrslu.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.