„Kjarasamningar losna í byrjun næsta árs og það er afar mikilvægt að öll hagstjórnin rói á sömu mið,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Lilja bendir þar á að laun æðstu embættismanna hafi hækkað í sumar um 2,5% og að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir ríkisvaldsins séu 3,5%, og að það hafi verið liður í því að lækka verðbólguvæntingar.
„Því er brýnt að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna séu afar hóflegar til að hægt sé að vinna að langtímakjarasamningum,“ segir Lilja, sem segir jafnframt að kostnaðarhækkanir gætu ella fest sig í sessi.