Sennilega frægasti blaðsöludrengur Morgunblaðsins

Á löngum pólitískum ferli Ólafs Ragnars bar margt til tíðinda. Hann tók m.a. virkan þátt í harkalegri kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar 1979. Þar boðaði Sjálfstæðisflokkurinn svokallaða leiftursókn gegn verðbólgu sem þjakaði hagkerfið mjög á þeim tíma.

Vilmundur Gylfason og Ólafur Ragnar Grímsson ræða saman á Alþingi …
Vilmundur Gylfason og Ólafur Ragnar Grímsson ræða saman á Alþingi árið 1979. Ólafur Ragnar sat þá á þingi fyrir Alþýðubandalagið en Vilmundur fyrir Alþýðuflokkinn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Þessa atburði rifjar Ólafur Ragnar upp í nýju og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við blaðamenn Morgunblaðsins. Það var tekið upp í tilefni þess að Morgunblaðið efnir nú til hringferðar um Ísland nú þegar blaðið fagnar 110 ára útgáfusögu. Það kom fyrst út 2. nóvember 1913.

Sjálfstæðisflokkurinn boðaði leiftursókn gegn verðbólgu sem var þrálát í hagkerfinu.
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði leiftursókn gegn verðbólgu sem var þrálát í hagkerfinu.

Slagorð sem snerist upp í andhverfu sína

Slagorð flokksins var birt í Morgunblaðinu í byrjun nóvember en snerist mjög hratt í höndunum á forsvarsmönnum hans. Þar réðu snör viðbrögð Ólafs Ragnars miklu.

Ljósmynd tekin í þingsal haustið 1979. Miklir umbrotatímar í íslenskri …
Ljósmynd tekin í þingsal haustið 1979. Miklir umbrotatímar í íslenskri pólitík. Gunnar Thoroddsen í ræðustól Alþingis og Ólafur Ragnar Grímsson fylgist með. Ólafur K. Magnússon

„Þetta var í kosningabaráttunni í desember 1979 þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hafði hröklast frá. ég man alveg eftir þessu að við mættum á fund í kosningastjórninni þarna snemma um morguninn og sáum Morgunblaðið. Og ég sagði bara nú fer ég niður á Lækjartorg. Náið í 50 eintök af Morgunblaðinu. Og ég fór niður á Lækjartorg og dreifði Morgunblaðinu og við snerum þessu á einum sólarhring. Yfir í að verða eitt versta slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið til,“ segir Ólafur Ragnar þegar hann rifjar málið upp.

Þjóðviljinn birti slagorðið nokkuð breytt á forsíðu sinni.
Þjóðviljinn birti slagorðið nokkuð breytt á forsíðu sinni.

Á síðum Þjóðviljans var snúið út úr slagorðinu og sagt að Sjálfstæðisflokkurinn væri í raun að boða leiftursókn gegn lífskjörum í landinu.

Hlusta má á viðtalið við Ólaf Ragnar í heild sinni hér:



Ljósmynd sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst 1978 þar sem …
Ljósmynd sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst 1978 þar sem Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín standa í Austurstræti á spjalli við Albert Guðmundsson. Rúmu ári síðar skundaði Ólafur Ragnar á torgið þar rétt hjá og dreifði Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert