Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í heimahús í nótt vegna atviks þar sem maður var sleginn í hausinn með spýtu.
Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynning barst rétt eftir klukkan hálf eitt í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sinnir verkefnum í Breiðholti og Kópavogi.
Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og rannsakar lögregla nú málið.
Rétt fyrir klukkan eitt barst tilkynning um mann að hoppa á bifreiðum í íbúðahverfi í miðbænum.
Er lögregla kom á staðinn var maðurinn handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.