Stefnir í Íslandsmet í jólabókaupplestri

Bókamessan í Hörpu fer vel af stað.
Bókamessan í Hörpu fer vel af stað. mbl.is/Óttar

Bókamessan í Hörpu fór vel af stað í dag er Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, setti hana formlega. Allt stefnir í Íslandsmet í jólabókaupplestri en 90 höfundar munu lesa úr verkum sínum í dag og á morgun.

„Þetta byrjaði mjög kröftulega með skólahljómsveit vesturbæjar- og miðbæjar og Hlíða og svo með forsetanum. En svo er þetta bara búið að vera frábært. Endalausir upplestrar og fullt af fólki,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, í samtali við mbl.is.

Það er félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur fyrir hátíðinni sem verður að til klukkan 17 í dag og svo aftur á morgun á milli klukkan 11-17.

Bókahöfundar eru viðstaddir og árita bækur, afgreiða fólk og spjalla …
Bókahöfundar eru viðstaddir og árita bækur, afgreiða fólk og spjalla við lesendur. mbl.is/Óttar

Mikil og þétt dagskrá

„Upplesturinn er á Norðurbryggju þannig þú ert að horfa á höfundinn lesa upp og á bak við hann er innsiglingin inn í Reykjavíkurhöfn. Og það er ótrúlega rómantísk að horfa á því svo koma bátarnir hægt siglandi inn á bak við Einar Kárason. Það er eitthvað svo viðeigandi,“ segir Bryndís.

Það er mikil og þétt dagskrá í Hörpu í kringum þennan viðburð og ekki er bara lesið. Hrefna Sætran er að gera eplakleinuhringi og Helen Kova er með örnámskeið um hvernig á að gera origami. Ásamt því er margt annað um að vera eins og til dæmis prjónasmiðja, klippimyndasmiðja, jólakúluhekl og fleira.

Hrefna Sætran bakar eplakleinuhringi.
Hrefna Sætran bakar eplakleinuhringi. mbl.is/Óttar

„Það er endalaust smakk, nammi á öllum stöndum og kókómjólk gefins fyrir öll börn,“ segir Bryndís og bætir við að bókahöfundarnir eru viðstaddir og árita bækur, afgreiða fólk og spjalla við lesendur.

Fjöldi fólks er buið að gera sér ferð í Hörpu …
Fjöldi fólks er buið að gera sér ferð í Hörpu í dag. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert