Hátíðleg stund var á Ráðhústorginu á Akureyri í dag þegar ljósin voru tendruð á jólatré sem þar stendur.
Fyrir aðventuna í fyrra var ákveðið að hætta að flytja inn jólatré frá Randers, danska vinabæ Akureyrar, að því er segir á vef Akureyrarbæjar.
Þess í stað var fundið hátt og reisulegt grenitré í bæjarlandinu og komið fyrir á Ráðhústorgi.