130 skjálftar frá miðnætti

Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suðurs að …
Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suðurs að Grindavík. Stóra-Skógfell, Sýlingafell og Þorbjörn hægra megin við miðju. Ljósmynd/Siggi Anton

Frá miðnætti í dag hafa um 130 skjálftar mælst við kvikuganginn og voru allir undir 1 að stærð.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en alls mældust tæplega 510 skjálftar í gær. 

Sá stærsti mældist 2,6 að stærð rétt austan við Sýlingafell klukkan rúmlega hálf fjögur í gær.

Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, sagði í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að kviku­gang­ur­inn sé nú um tveir metr­ar að þykkt á flest­um stöðum, en ým­ist breiðari ann­ars staðar. Nú þegar tvær vik­ur eru liðnar frá því að kviku­gang­ur­inn myndaðist er 90% kvik­unn­ar í gang­in­um storknuð. Líkur á gosi fara þverrandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert