Um 430 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga frá miðnætti, allir um eða undir 2 að stærð.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en alls mældust tæplega 510 skjálftar í gær.
Stærsti skjálftinn í gær var 2,6 að stærð rétt austan við Sýlingarfell.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að kvikugangurinn væri að langmestu leyti storknaður og að líkur á gosi færu þverrandi.