Allir skjálftar um eða undir 2 að stærð

Horft yfir hraunið við Grindavík og að Hagafelli, þar sem …
Horft yfir hraunið við Grindavík og að Hagafelli, þar sem gos þykir einna líklegast. mbl.is/Eggert Johannesson

Um 430 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga frá miðnætti, allir um eða undir 2 að stærð.

Þetta kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar en alls mæld­ust tæp­lega 510 skjálft­ar í gær. 

Stærsti skjálftinn í gær var 2,6 að stærð rétt austan við Sýlingarfell.

Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, sagði í viðtali við mbl.is í gær­kvöldi að kviku­gang­ur­inn væri að langmestu leyti storknaður og að lík­ur á gosi færu þverr­andi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert