Altjón á efri hæð hússins sem brann

Eldurinn kviknaði klukkan 5:50 í morgun.
Eldurinn kviknaði klukkan 5:50 í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Um altjón er að ræða á efri hæð Stangarhyls 3 sem brann í morgun en á þeirri hæð búa sex manns. 

Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Einn íbúanna kvaðst hafa séð eld koma úr þurrkara við hlið þvottavélar í eldhúsinu, segir Skúli. Hann segir að enn eigi eftir að rannsaka vettvang og upptök eldsins. Tæknideild lögreglunnar mætir á vettvang seinna í dag.

Ekkert er komið fram hjá lögreglunni um það hvort að þetta sé samþykkt íbúðarhúsnæði eða ekki.

Eins og mbl.is hefur greint frá þá voru þrír fluttir á slysadeild og einn karlmaður á fertugsaldri er þungt haldinn á spítala eftir brunann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert