Búið að koma öllum íbúum í skjól

Frá vettvangi um klukkan 9 í morgun.
Frá vettvangi um klukkan 9 í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Öllum íbúum húsnæðisins sem kviknaði í í Stangarhyl í Árbæ í morgun hefur verið komið í skjól. Þetta staðfestir Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is en Rauði krossinn sá um að koma fólkinu fyrir annars staðar. 

Eldurinn kviknaði um 5:50 í morgun í húsnæði sem inniheldur litlar leiguíbúðir. Þrír voru fluttir á slysadeild, einn þeirra er þungt haldinn.

Búið er að reykræsta hús sem er sambyggt því sem kviknaði í og íbúum þess húsnæðis hefur verið hleypt aftur inn. 

Lárus segir að rannsókn lögreglu á brunanum sé nú að hefjast. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar hvort um séu að ræða ósamþykktar íbúðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert