Endurspeglun á því sem við sjáum á Norðurlöndum

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands.

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, segir að að þeir glæpahópar sem eiga nú í erjum á Íslandi séu veik endurspeglun á því sem við sjáum á Norðurlöndum.

„Þetta er ákveðin veik endurspeglun á því sem við erum að sjá á Norðurlöndunum,“ segir Helgi í samtali við mbl.is og bætir við:

„Auðvitað óttast maður að þetta fari að taka á sig fastari mynd, það er að segja að þetta verði hreinlega gengi,“ segir Helgi.

Ísland ekki komið á jafn slæman stað

Gengi sem hann á við eru gengi eins og í Bandaríkjunum eða Norðurlöndunum sem hafa ákveðið skipulag og eru búin að festa sig í sessi og haft starfsemi svo árum skiptir. Hann segir Ísland ekki enn vera komið þangað þó þróunin sé ekki góð hér á landi. Það sé augljóslega ekki gott þegar ungir karlmenn sem lifa á jaðrinum séu utan hins venjulega samfélags.

Eins og mbl.is hef­ur greint frá þá rann­sak­ar lög­regl­an núna hvort að skotárás­in í Úlfars­ár­dal í síðasta mánuði, hnífa­árás­in í Graf­ar­holti sem og lík­ams­árás­in á Litla-Hrauni, sem áttu sér bæði stað í vik­unni, teng­ist.

Helgi tel­ur að röð glæpa að und­an­förnu séu mögu­lega erj­ur hópa vegna ólög­legs at­hæf­is, þá mögu­lega vegna fíkni­efnaviðskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert