Mikilvægt er að skerpa á ýmsum þeim atriðum sem læknar skoða og skrifa vottorð um þegar bílstjórar sækja um ökuréttindi eða endurnýjun á þeim. Þetta er mikilvægt fyrir umferðaröryggi sem þarf að laga hér, segir Oddur Steinarsson, heimilislæknir og varaformaður Læknafélags Íslands.
„Það er eitt eyðublað fyrir ökuleyfi í dag sem hefur verið óbreytt í áratugi. Síðan eru rukkaðar rúmar 2.000 kr. ef viðkomandi er með venjulegt ökuleyfi en tæplega 7.000 kr. fyrir sama eyðublað ef atvinnubílstjóri á í hlut.“
Í dag er athugað hvort bílstjórar, til dæmis þeir sem aka rútum eða stórum vörubílum, séu flogaveikir, eigi vanda til að fá aðsvif og hafi eðlilegan limaburð. Einnig gróflega hver heyrn þeirra sé og sjón. Þetta er mikilvægt að endurskoða og taka mun fleiri þætti inn í breytuna, enda er kveðið á um slíkt í reglum Evrópusambandsins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu sem kom út á miðvikudag.