Í dag verður hæð yfir austanverðu landinu og víða hæg breytileg átt en austlæg átt 5-10 m/s vestanlands. Bjart með köflum en sumstaðar skýjað við ströndina.
Í hugleiðingum veðurfræðings á veðurstofu Íslands segir að það hvessi heldur vestan til og dálítil væta sunnan- og vestanlands í kvöld.
Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig.
Á morgun verður suðaustlæg átt 8-15 m/s en hægari fyrir austan. Dálítil rigning eða súld um sunnanvert landið en þurrt að kalla norðaustan til. Snýst í vestlæga átt á vestanverðu landinu og kólnar með rigningu eða slyddu og síðar einnig snjókomu.
Búast má við erfiðum akstursvilyrðum á fjallvegum.
Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig síðdegis, mildast suðaustan til.