Isaac kominn heim til Íslands

Isaac Kwateng mun aftur mæta til starfa í Þróttaraheimilinu, þar …
Isaac Kwateng mun aftur mæta til starfa í Þróttaraheimilinu, þar sem hann hefur unnið við störf vallarstjóra. mbl.is/Hákon

Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar sem var sendur af landi brott í síðasta mánuði, er kominn aftur til Íslands. Hann segist vera búinn að fá vegabréfsáritun og ætlar að snúa aftur á Þróttaravöllinn.

Isaac kom hingað til lands árið 2017 og sótti þá um alþjóðlega vernd. Um miðjan síðasta mánuð var hon­um síðan vísað úr landi, til Gana, eft­ir sex ára bið og óvissu hér­lend­is. Isaac lít­ur á Ísland sem heima­land sitt og því sótti hann um at­vinnu- og dval­ar­leyfi hér á landi til þess að kom­ast aftur til landsins.

„Ég kom í gær,“ segir Isaac í samtali við mbl.is en um­sókn hans um at­vinnu- og dval­ar­leyfi var samþykkt í byrjun mánaðar og nú hefur hann loksins fengið vegabréfsáritun, sem gerði honum kleift að snúa aftur til landsins.

Snýr aftur til Þróttar

„Ég er ótrúlega spenntur yfir því að vera kominn heim. Ísland er annað heimilið mitt og ég hef eignast marga vini og eignast fjölskyldu hér,“ segir Isaaac.

Þróttarar sýndu Isaaci mikinn stuðning þegar vísa átti honum úr landi. Þeir efndu m.a. til styrktarleikjar helgina fyrir brottvísun hans. Isaac lítur á Þróttara sem fjölskyldu sína og snýr nú aftur til starfa hjá knattspyrnufélaginu.

„Þróttur er fjölskylda mín, samfélagið mitt,“ segir hann. „Þess vegna vil ég vera a Íslandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka