Ísland í brennidepli í grein New York Times

Ísland er í brennidepli í nýrri frétt New York Times.
Ísland er í brennidepli í nýrri frétt New York Times. mbl.is

Þrátt fyrir bönn er enn verið að stunda þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðum konum í Evrópu. New York Times birti í gærmorgun ítarlega grein um þvingaðar ófrjósemisaðgerðir þar sem Ísland er þungamiðja athyglinnar.

Rætt er við fatlaða konu sem heitir Aníta. Hún getur ekki talað né skilið flóknar upplýsingar. Hún er 28 ára og stundar samskipti að mestu leyti með svipbrigðum og hljóðum. Þegar hún er spennt þvær hún á sér hendurnar. Þegar blæðingar valda krampa og sársauka, stynur hún og æsist, ófær um að skilja hvað sé í gangi.

Til að koma í veg fyrir þessa mánaðarlegu óþægindi og létta byrgðina af því að annast hana, lögðu umönnunaraðilar á dvalarheimili í Reykjavík til að Aníta gengist undir legnám, skurðaðgerð til að fjarlægja legið og binda enda á blæðingar.

Eirikur Smith, réttindagæslumaður fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, varð var við þessa áætlun í hefðbundinni heimsókn á heimilið.

„Veit hún jafnvel hvort hún vilji börn síðar?“ spurði Eirík Smith starfsmann ummönnunarheimilisins sem á að hafa hlegið í opið geðið á honum yfir þessari spurningu.

Fólk of þroskaskert til að veita samþykki

Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir eiga sér langa sögu um að hafa verið notaðar í rasískum tilgangi eða til að stunda arfbætur (e. Eugenics). Þessar aðgerðir eru bannaðar undir mörgum alþjóðasáttmálum eins og til dæmis Istanbúl-sáttmálanum, sem Ísland er hluti af ásamt 37 Evrópuríkjum, og þar er undantekningarlaust tekið fyrir þvingaðar ófrjósemisaðgerðir.

Þrátt fyrir það þá hefur New York Times komist að því að þriðjungur þessa þjóða séu með undantekningar. Undantekningarnar lúta að því að sumt fólk sé einfaldlega of þroskaskert til að veita samþykki með afleiðingum að þroskaskert fólk, aðallega konur, eru enn þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir, að er kemur fram í frétt New York Times.

Bann við þvinguðum ófrjósemisaðgerðum síðan árið 2019

Frá árinu 2019 hefur Ísland bannað ófrjósemisaðgerðir án samþykkis nema í læknisfræðilegri nauðsyn. Legnám telst hins vegar vera læknismeðferð og því undanskilið banninu.

Hvorki sáttmálarnir sem Ísland er hluti af né landslög taka á því hvernig alvarlega fatlaðar konur, eins og Aníta, gætu samþykkt slíkar aðgerðir.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.

Þrátt fyrir bönn er enn verið að stunda þvingaðar ófrjósemisaðgerðir …
Þrátt fyrir bönn er enn verið að stunda þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðum konum í Evrópu. Skjáskot/New York Times
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert