Maður á fertugsaldri liggur þungt haldinn

Bruni við Stangarhyl 3.
Bruni við Stangarhyl 3. Ljósmynd/Aðsend

Íbúar húsnæðisins sem kviknaði í í Stangarhyl í Árbæ í morgun eru ýmist komnir heim til sín aftur eða til ættingja og vina. Þetta segir Oddur Freyr Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins, í samtali við mbl.is.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að Rauði Krossinn myndi þurfa að veita fólkinu skjól í morgun segir Oddur en svo kom á daginn að flestir áttu hús að venda hjá ættingjum eða vinum, sumir gátu snúið aftur heim og aðrir eru á spítala.

„Það var talin þörf á því að við þyrftum að koma fólki fyrir en það varð ekkert úr því þar sem slökkviliðið gaf grænt ljós á að fólk færi heim til sín,“ segir Oddur.

Ekki vitað hversu margir búa í húsnæðinu

Þrír voru fluttir á slysadeild og liggur maður á fertugsaldri þungt haldinn á spítala segir Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Ekki er vitað um upptök eldsins eða hversu margir búa í íbúðarhúsnæðinu.

Eld­ur­inn kviknaði um 5:50 í morg­un í hús­næði sem inni­held­ur litl­ar leigu­íbúðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert