Mikið tjón á húsnæðinu

Bruni í Stangarhyl 3 í Árbæ í morgun.
Bruni í Stangarhyl 3 í Árbæ í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Allir íbúar efri hæðar Stangarhyls 3 í Árbæ, þar sem eldur kviknaði í morgun og olli miklu tjóni, eru erlendir ríkisborgarar. Sex manns bjuggu á hæðinni en einn þeirra liggur enn þungt hald­inn á spít­ala eft­ir brun­ann.

Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is.

Orsök eldsvoðans eru enn óljós en einn íbú­anna kvaðst hafa séð eld koma úr þurrk­ara við hlið þvotta­vél­ar í eld­hús­inu, seg­ir Skúli. Hann segir að tækni­deild lög­regl­unn­ar hafi mætt á vett­vang eftir hádegi í dag.

„Lítur allt saman illa út“

„Þetta lítur allt saman illa út,“ segir Skúli, sem bætir við að mikið tjón sé á húsnæðinu, en rúður eru brotnar eftir brunann. 

Eins og mbl.is hef­ur greint frá þá voru þrír flutt­ir á slysa­deild og einn karl­maður á fer­tugs­aldri er þungt hald­inn á spít­ala.

Skúli segir að eigandi húsnæðisins hafi útvegað íbúum efri hæðarinnar húsnæði annars staðar eftir eldsvoðann. Aðspurður segir Skúli að allir íbúar á efri hæð hússins séu erlendir ríkisborgarar.

Ekk­ert hefur komið fram hjá lög­regl­unni um það hvort að Stangarhylur 3 sé samþykkt íbúðar­hús­næði. 

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert