Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í Hlíðunum en hann hafði áður verið að trufla umferð um Sæbraut.
Í dagbók lögreglu kemur fram að einstaklingurinn sló lögreglumann og hafði í hótunum við lögregluna.
Einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á heimili á Selfjarnesi þar sem hafði helst úr súpupotti yfir ungling. Ekki er vitað um alvarleika brunasára barnsins.
Lögreglu barst tilkynning um tvö umferðaróhöpp þar sem ekið var á ljósastaur.
Í Laugardalnum fylgdi tilkynningunni að tveir einstaklingar hefðu gengið í burtu frá bifreiðinni. Þeir voru handteknir skammt frá og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.
Í Múlunum var ekið á annan ljósastaur en sá ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og er vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.