Arndís ræðir vopnaburð lögreglu við ráðherra

Arndís hyggst spyrja Guðrúnu hvort hún sé sammála forvera sínum …
Arndís hyggst spyrja Guðrúnu hvort hún sé sammála forvera sínum í embætti um að þörf sé á að vopnavæða lögregluna eða hvort komi til greina að stíga skrefið til baka og endurhugsa stefnuna. Samsett mynd/Alþingi/mbl.is/Eggert

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, er málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi um vopnaburð lögreglu á morgun.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra verður til andsvara.

Hugsanleg vopnavæðing eða endurhugsun stefnunnar

Samkvæmt upplýsingum mbl.is hyggst Arndís spyrja Guðrúnu hvort hún sé sammála forvera sínum í embætti um að þörf sé á að vopnavæða lögregluna og hvort ráðherra hyggist halda öllum vopnum sem forveri hennar í embætti keypti.

Þá muni Arndís velta upp stigmögnun vopnaburðar á Íslandi og spyrja ráðherra hvort hann hyggist halda áfram á vegferð aukinnar hörku og hugsanlegrar vopnavæðingar lögreglunnar eða hvort komi til greina að stíga skrefið til baka og endurhugsa stefnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert