Freyja farin frá Grindavík

Varðskipið Freyja sigldi frá Grindavík um helgina.
Varðskipið Freyja sigldi frá Grindavík um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðskipið Freyja, sem staðsett hefur verið fyrir utan Grindavík síðan 14. nóvember er haldið aftur norður til heimahafnar sinnar á Siglufirði. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að ákvörðun hafi verið tekin á laugardag um að færa Freyju. Segir hann það hafa verið gert af því að vísindamenn telji nú líkur á eldgosi í byggð minni en áður. 

Varðskipið Þór var fyrir utan Grindavík 10. nóvember þegar hörðustu skjálftarnir riðu yfir. Freyja leysti Þór af 14. nóvember.

Ásgeir segir að þó Freyja sé farin þá sé Þór í höfn í Reykjavík og yrði skipið því ekki lengi að bregðast við ef til þess kæmi. Full áhöfn sé til taks.

Ráð er gert fyrir að Freyja verði komin í höfn á Siglufirði í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert