Geymd í rimlarúmum

Ljóðsagan Vöggudýrabær eftir Kristján Hrafn Guðmundsson er raunsæ og ljóðræn lýsing á dvöl móður hans á vöggustofu. 

Fyrir nokkrum árum þegar vöggustofumálin komust í umræðuna fyrir tilstuðlan Viðars Eggertssonar, Hrafns Jökulssonar og Árna Kristjánssonar ákvað Kristján að kanna málið betur. Hann hafði áður reynt að leita að upplýsingum en komið að tómum kofanum, enda fundust engin gögn um móður hans og dvöl hennar á vöggustofunni. Það sama gildir um tvö hundruð önnur börn, en alls voru vöggustofubörninn 1100 talsins.

„Þá heyri ég fyrst hvernig verklagið hafði verið þarna. Að börnin hafi verið geymd svo til allan sólarhringinn ofan í rúmum sínum. Þá blöskrar mér algjörlega; það var ofboðslegt högg. Ég get bara reynt að ímynda mér hvernig það er fyrir sjálf börnin og foreldrana, þau sem enn er á lífi. Þetta er högg fyrir mig sem er afkvæmi. Þá byrjaði ég aftur að senda pósta og hafði samband við Viðar og Árna,“ segir Kristján og segist enn og aftur hafa lent á vegg þar sem ekkert fannst.

„Þegar skýrslan kom út sá ég að það sama gilti um tvö hundruð börn; þarna er eyða.“

Þú skrifar bókina sem ljóðsögu. Hvers vegna?

„Þetta kom einhvern veginn þannig til mín. Ég er heldur ekki með allt á hreinu og get ekki spurt ömmu og ekki mömmu,“ segir Kristján og segist hafa viljað skrifað til að fá sjálfur sátt í sálina.

„Þegar ég lendi á vegg og komst að því að það var ekkert til, að það væri eins og mamma hafði aldrei verið á vöggustofu, hafði það þau áhrif að ég skrifaði þetta. Nú er það komið á prent að mamma sannarlega var þarna. Og það hafði sannarlega áhrif á bæði hana og ömmu.“

Viðtalið í heild má finna í Dagmálum hér

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert