Kannast ekki við fordæmi

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin á föstudag.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri Alþing­is seg­ist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki kann­ast við nein dæmi þess efn­is að þingmaður hafi verið hand­tek­inn áður.

Eins og mbl.is greindi frá í gær var Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir þingmaður Pírata hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmti­staðnum Kíkí qu­eer bar.

„Ég get ekki á þessu stigi nefnt nein dæmi þess að þingmaður hafi verið hand­tek­inn enda þyrfti það mál eitt og sér ekki að ber­ast inn á borð þings­ins,“ seg­ir Ragna í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins.

„Stjórn­ar­skrá­in veit­ir ekki þing­manni friðhelgi fyr­ir hand­töku eða öðrum rann­sókn­araðgerðum lög­reglu. Ekki er um neitt verklag að ræða hjá Alþingi ef um er að ræða slík­ar aðgerðir,“ seg­ir Ragna.

Friðhelgi alþing­is­manna

Tek­ur Ragna einnig fram að mælt sé fyr­ir um friðhelgi alþing­is­manna í stjórn­ar­skránni. Þegar Alþingi er að störf­um má ekki setja alþing­is­mann í gæslu­v­arðhald eða höfða mál á hend­ur hon­um án samþykk­is þings­ins nema hann sé staðinn að glæp.

Ekki náðist í eig­end­ur Kíkí í gær þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri vísaði á Höllu Bergþóru Björns­dótt­ur lög­reglu­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu en ekki náðist í hana. Fjal­ar Sig­urðar­son upp­lýs­inga­full­trúi dóms­málaráðuneyt­is­ins sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að ráðuneytið hefði ekki af­skipti af mál­um sem væru í rann­sókn eða til meðferðar hjá lög­reglu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert