Manndráp á Lúx ekki komið á borð saksóknara

Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkra mánuði.
Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkra mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx við Austurstræti í júní er ekki komin á borð héraðssaksóknara en er þó langt komin. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar lögreglu.

Átökin sem leiddu til andlátsins áttu sér stað aðfaranótt laugardagsins 24. júní. 

Karlmaður á þrítugsaldri liggur undir grun en honum var sleppt úr ­haldi um mánaðamót júní-júlí, þar sem skil­yrði laga um meðferð saka­mála, sem lúta að gæslu­v­arðhaldi á grund­velli al­manna­hags­muna, voru ekki tal­in vera til staðar. 

Önnur mál í forgangi

Lögreglan hefur nú nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk sætir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er ekki heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

Að sögn Gríms hefur lögreglan sett önnur mál í forgang þar sem fólk sætir gæsluvarðhaldi. 

„Þegar að við erum með fólk í gæsluvarðhaldi þá taka þau mál allan tíman. Þau eru þá algjör forgangsmál. Það hefur eitthvað lengt í þessu,“ segir Grímur.

Hann segir rannsóknina þó komna mjög langt og gerir hann ráð fyrir að hún klárist fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka