Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa yfir 12 ára tímabil ítrekað brotið gegn systur sambýliskonu sinnar. Er ákæran í sex liðum og er honum meðal annars gert að sök að hafa að minnsta kosti tvisvar sinnum nauðgað stúlkunni þegar hún var 15 ára.
Landsréttur úrskurðaði nýlega í málinu og staðfesti þá ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn þyrfti að víkja úr þinghaldi á meðan konan og fyrrverandi sambýliskona hans gefa skýrslu fyrir dómi.
Fyrrverandi sambýliskona mannsins ber vitni í málinu.
Brotin eru sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 2001 til 2012. Var stúlkan 8 til 9 ára þegar brotin hófust, og 19 eða 20 ára þegar síðasta brotið er sagt hafa átt sér stað.
Á árunum 2001 til 2005 er maðurinn ákærður fyrir að hafa í ótilgreindan fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna á heimili hans og á heimili föður hennar.
Er hann ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í ótilgreindan fjölda skipta. Þá er hann einnig sagður hafa berað sig fyrir henni og sýnt henni klámfengið myndefni sem sýndi fólk meðal annars hafa samræði. Á hann að hafa sagt henni að þetta myndu þau gera einn daginn.
Maðurinn hefur neitað sök í málinu.
Sálfræðingur hefur gefið vottorð um að brot mannsins hafi haft alvarleg áhrif á stúlkuna. Hafi hún verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar meintra kynferðisbrota.
Hún lauk meðferð við áfallastreituröskun í júní 2023 og uppfyllti eftir það ekki lengur greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun en var þó enn að upplifa tiltekin einkenni hennar. Þá var hún enn meðalvarleg þunglyndis-, kvíða-og streitueinkenni