Fleiri ráðherrar kynna sér aðstæður í Grindavík

Frá Grindavík 17. nóvember.
Frá Grindavík 17. nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra munu kynna sér aðstæður í Grindavík í dag.

Með í för verður Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum og sú sem heldur utan um starfssemi Þjónustumiðstöðvar almannavarna.

Ráðherrarnir koma til Grindavíkur um klukkan 13.30.

Hópurinn byrjar á að fara um bæinn saman í bíl, með aðilum frá Björgunarsveitinni Þorbirni. Um klukkan 14.45 verður hópurinn við björgunarsveitarhúsið í Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert