Grindavík á varaafli á fimmtudag

Framkvæmdir við varnargarða í kringum Svartsengi valda því að reisa …
Framkvæmdir við varnargarða í kringum Svartsengi valda því að reisa þarf nýtt mastur fyrir Svartsengislínu 1. Fylgiskjal minnisblaðs

Grindavíkurbær mun fá rafmagn frá þremur varaaflsvélum á fimmtudag meðan orkuverið í Svartsengi og Svartsengislína 1 verða tekin úr rekstri og Landsnet reisir nýtt mastur við varnargarðinn sem nú er unnið að því að koma upp í kringum Svartsengi. 

Verða varaaflsvélarnar tengdar inn á veitukerfið á meðan á verkinu stendur. Vélarnar verða staðsettar á hafnarsvæðinu og get annað 3,5 megavöttum sem eiga að geta séð Grindavík fyrir því rafmagni sem þörf er á. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti.

Er bæði fólk og fyrirtæki í Grindavík beðið um að takmarka orkunotkun þennan dag til að allt gangi að óskum. Að öðru leyti á Landsnet ekki von á að notendur verði fyrir rafmagnstruflunum vegna aðgerðarinnar. 

Verkið hefst um kl. 08.00 og reiknum við með að það taki um 12 klukkutíma en verkið er unnið í samstarfi við HS Orka og HS Veitur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert