Stefnt er á malbiksviðgerðir á Hellisheiði á morgun og verður veginum því lokað við Þrengslaafleggjara og við Hveragerði hluta úr degi.
Á meðan verður umferð beint um Þrengsli og Þorlákshafnarveg, að því er fram kemur í tilkynningu.
Áætlað er að framkvæmdir standi annars vegar yfir á vegkaflanum sem liggur í austurátt frá klukkan 09 til 12 – þ.e. akstursstefna til Hveragerðis. Og hins vegar á vegkaflanum sem liggur í vesturátt frá klukkan 10 til 14 – þ.e. akstursstefna til Reykjavíkur.