Hnepptur í varðhald fram á jóladag

Héraðsdómur Reykjavíkur varð við beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og úrskurðaði einn karlmann í gæsluvarðhald í fjórar vikur, eða til jóladags, mánudagsins 25. desember, á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar á hnífstunguárás í Grafarholti á föstudagsmorgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en í gær greindi mbl.is frá því að lögreglan hefði farið fram á varðhaldið.

Fjór­ir voru hand­tekn­ir og færðir í varðhald í kjöl­far hnífsstungu­árás­ar­inn­ar en þeim hef­ur öll­um verið sleppt. Einn til viðbót­ar var síðan hand­tek­inn og það er sá aðili sem nú hefur verið hnepptur í varðhald.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar í Reykja­vík, sagði í gær að yf­ir­heyrsl­ur séu enn í gangi vegna árás­ar­inn­ar í Grafar­holti og þá eru til rann­sókn­ar hvort sú árás teng­ist hnífstungu­árás á Litla-Hrauni í síðustu viku og skotárás í Úlfarsár­dal í byrj­un mánaðar­ins.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar í Reykja­vík. Rannsókn málsins …
Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar í Reykja­vík. Rannsókn málsins er á höndum deildarinnar. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert