Um 100 smáskjálftar mældust við kvikuganginn sem liggur frá Sundhnúkum suðvestur undir Grindavík í nótt.
Allir skjálftarnir eru litlir og mælast að meðaltali á um fimm kílómetra dýpi.
Er sú virkni sambærileg þeirri sem verið hefur síðustu sólarhringa að undanskilinni hrinunni sem varð í fyrrinótt. Þá mældust um 460 skjálftar við kvikuganginn, sá stærsti 3 að stærð.