Lauk 36 ára ferli í gær

Jakob Ólafsson fór í síðasta flugið frá Sikiley á TF-SIF …
Jakob Ólafsson fór í síðasta flugið frá Sikiley á TF-SIF í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Jakob Ólafs­son, flug­stjóri hjá Land­helg­is­gæsl­unni, lauk 36 ára glæst­um ferli hjá Gæsl­unni þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á flug­vell­in­um í Cat­aniu í gær. 

Jakob flaug bæði þyrl­um og flug­vél­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar en síðustu ár hef­ur hann verið flug­stjóri á eft­ir­lits­flug­vél­inni TF-SIF. Hann var flug­stjóri í fjöl­mörg­um eft­ir­minni­leg­um björg­un­ar­flug­um á löng­um og far­sæl­um ferli.

„Um þess­ar mund­ir er TF-SIF og áhöfn henn­ar við störf á Ítal­íu fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins, og því var síðasta flug Jak­obs farið þaðan. Jakob hef­ur verið flugmaður hjá Land­helg­is­gæsl­unni frá ár­inu 1987,“ seg­ir í færslu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Face­book. 

Jakob fór ásamt áhöfn TF-SIF í sitt síðasta flug frá Sikiley í gær og fékk hann góðar mót­tök­ur frá fé­lög­um sín­um, flug­vall­ar­starfs­mönn­um og fjöl­skyldu sinni sem lagði leið sína til Ítal­íu til að fagna þess­um merka áfanga með Jakobi. 

Land­helg­is­gæsl­an þakk­ar Jakobi vel unn­in störf og ósk­ar hon­um velfarnaðar í næsta kafla lífs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka