Mikið álag á bráðamóttökunni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík og margir sem bíða eftir þjónustu.

„Það er því rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. 

Tekið er fram, að á bráðamóttökunni sé forgangsraðað eftir bráðleika.

„Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Ef því verður mögulega við komið er þess vegna æskilegt að reyna að leita annað,“ segir enn fremur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert