Nýreyktar nautatungur á Hólmavaði

Benedikt Kristjánsson bóndi á Hólmavaði í Aðaldal með nautatungur, sem …
Benedikt Kristjánsson bóndi á Hólmavaði í Aðaldal með nautatungur, sem eru lostæti í jólahlaðborðin. mbl.is/Atli Vigfússon

Aðventan er ekki langt undan og þá verður ýmislegt gott á borðum landsmanna ef að líkum lætur. Það hefur verið góður ilmur frá reykhúsum bænda undanfarið enda margt matarlegt sem þar hangir uppi í rjáfri.

Benedikt Kristjánsson, bóndi á Hólmavaði í Aðaldal er einn þeirra bænda sem kunna vel til verka. Reykmetið frá honum fær alltaf góða dóma enda vinsælt hjá vinum og vandamönnum að fá hann til þess að reykja fyrir sig.

Um helgina var nóg að gera í reykhúsinu og hér er Benedikt með nautatungur sem hann var að taka niður úr reyknum. Hver tunga er um 1,5 kg að þyngd og því er hér um mikinn mat að ræða sem margir kunna vel að meta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert