Nýr aðili tekur við af Arion banka í Leifsstöð

Nýr aðili tekur við fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli frá og með …
Nýr aðili tekur við fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. febrúar á næsta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýr aðili mun reka fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. febrúar á næsta ári.

Í tilkynningu frá Arion banka, sem sinnt hefur gjaldeyrisþjónustu á Keflavíkurflugvelli frá árinu 2016, segir að bankinn hafi sent inn metnaðarfullt tilboð varðandi áframhaldandi fjármálaþjónustu í útboði Isavia en annar rekstraraðili hafi orðið hlutskarpari.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver muni taka við fjármálaþjónustunni. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, staðfesti í samtali við mbl.is að Íslandsbanki sé ekki að taka við þessari þjónustu og Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptamálum Landsbankann, staðfesti sömuleiðis í samtali við mbl.is að Landsbankinn sé ekki að taka við hlutverki Arion banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK