Skólphreinsunarmálum ábótavant

mbl.is/Kristinn Magnússon

Skólphreinsunarmál á Íslandi hafa verið í lamasessi frá því að nýjar reglur tóku gildi árið 1999. Að mati Umhverfisstofnunar uppfylla 88% sveitarfélaga með 2.000 íbúa eða fleiri, samtals 326.000 íbúar, ekki skilyrði laga um lágmarkshreinsun á skólpi. Hjá 14% sveitarfélaga á landinu er skólp ekki hreinsað að neinu leyti sem þýðir að óhreinsuðu skólpi er dælt í sjóinn, sem getur haft neikvæð áhrif á menn, umhverfi og dýralíf.

Skýrslur sýna fram á að við stöndum töluvert lakar að vígi í frárennslismálum en önnur ríki, og umtalsverð áhöld eru um hvernig núverandi staða í skólphreinsunarmálum kemur heim og saman við ímynd og orðspor landsins.

Ástæðan fyrir því að málaflokkurinn er kominn í óefni sé fyrst og fremst að við Íslendingar eigum svo mikið vatn, sem almennt kristallar viðhorf okkar til auðlinda landsins. Mörg sveitarfélög veigra sér við að ræða þessi mál, þar sem flestir sjá fyrir sér tuga milljarða fjárfestingar. Evrópusambandið hefur boðað hertar reglur og ef ekkert verður að gert verður gapið miklu meira eftir tíu ár. 

Nána er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert