Tímabundin lokun framlengd til 7. desember

Í tilkynningu Bláa lónsins segir að erfitt sé að segja …
Í tilkynningu Bláa lónsins segir að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvort, hvenær eða hvar eldgos gæti brotist út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tímabundin lokun Bláa lónsins hefur verið framlengd til 7. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Yfirvöld og bæjarfélög vel undirbúin

„Þann 9. nóvember ákvað Bláa Lónið að loka starfsstöðvum sínum í Svartsengi, þ.e. Bláa Lóninu, Silica hóteli, Retreat hóteli, Retreat Spa og veitingastaðnum Moss. Með tilliti til truflana sem orðið höfðu á upplifun gesta og langvarandi álags á starfsfólk gripum við til þessara varúðarráðstafana til að tryggja öryggi og velferð, sem er okkar helsta forgangsmál nú sem endranær,“ eins og segir í tilkynningunni.

Þá segir að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvort, hvenær eða hvar eldgos gæti brotist út. Sérfræðingar Veðurstofu, Almannavarna og Háskóla Íslands fylgist grannt með stöðu og framþróun mála.

Töluvert hafi verið um eldsumbrot á Reykjanesi síðustu tvö ár. Viðbragðsaðilar, yfirvöld og bæjarfélög séu vel undirbúin fyrir slíka atburði og vinni í skipulegu samstarfi og samráði við fremstu sérfræðinga landsins á þessu sviði.

Lokunin muni gilda til klukkan 7 þann 7. desember og verður staðan þá endurmetin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert