Varnargarðurinn mun ekki hindra aðkomu að lóninu

Víðir segir að varnargarðurinn í kringum Bláa lónið sé hannaður …
Víðir segir að varnargarðurinn í kringum Bláa lónið sé hannaður þannig að hann hindri ekki aðkomu gesta. Samsett mynd

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við mbl.is að varnargarðurinn muni ekki hindra aðkomu gesta að Bláa lóninu. Bláa lónið hefur tilkynnt framlengingu á lokun.

Bílastæðin hjá Blá lóninu eru fyrir utan veggi varnargarðsins sem umlykur Bláa lónið og virkjunina í Svartsengi. Víðir telur þó að það muni ekki koma til með að hamla aðgengi að lóninu.

Segir hann að almannavarnir hafi fengið arkitekt og tæknifræðing á vegum Bláa lónsins með í vinnuna til að vinna að útfærslunni á varnargarðinum í kringum bílastæðin og að Bláa lóninu.

„Þegar að þessari hrinu líkur, eða hvað við getum sagt, og talið verður öruggt að opna Bláa lónið aftur þá verður garðurinn ekki þannig að hann hindri aðkomu gesta heldur sé hann hannaður þannig að það sé hægt,“ segir Víðir.

Ysta bílastæði Bláa lónsins er fyrir utan varnargarðinn.
Ysta bílastæði Bláa lónsins er fyrir utan varnargarðinn. Teikning/Verkís

Framlengja lokun Bláa lónsins

Bláa lónið hefur tekið ákvörðun þess efnis að framlengja lokun lónsins. Mun sú lokun gilda til klukkan 7 þann 7. desember og verður þá staðan endurmetin, að því er kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins.

„Við hlökkum til að geta opnað aftur í Svartsengi og taka hlýlega á móti gestum að nýju,“ segir í tilkynningu Bláa lónsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert