Willum fékk fyrsta jólaálfinn

Ásgerður Erla Haraldsdóttir, starfsmaður SÁÁ, afhenti Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra …
Ásgerður Erla Haraldsdóttir, starfsmaður SÁÁ, afhenti Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fyrsta jólaálfinn. mbl.is/Eggert Johannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók á móti fyrsta jólaálfi SSÁ við strætóskýlið á Lækjartorgi í dag en að þessu sinni kom jólaálfurinn til byggða með strætó.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, og Ásgerður Erla Haraldsdóttir, starfsmaður SÁÁ, voru samferða jólaálfinum í strætó og afhenti Ásgerður ráðherranum jólaálfinn, sem að þessu sinni er Stúfur.

Álfasala SÁÁ hefst á morgun og stendur fram til sunnudags en álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Sölufólk SÁÁ verður á fjölförnum stöðum um allt land og á völdum dögum um borð í Strætó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert