Eitt hundrað sextíu og þrjú þúsund krónur eru hámarksútgjöld fyrirtækja í skemmtanir og fríðindi á starfsmann á ári án skattlagningar að því er fram kemur í orðsendingu Skattsins til fyrirtækja. Upphæðin hefur lítið breyst sl. ár þrátt fyrir verðbólgu.
Inni í tölunni eiga að rúmast árshátíðir, jólahlaðborð, starfsmannaferðir eða annað, en jólagjafir eru ekki sérstaklega tilteknar.
Páll Jóhannesson, skattasérfræðingur hjá BBA Fjeldco, segir að ekki sé augljóst að jólagjafir eigi að falla undir upphæðina enda séu þær innan óljósra marka um tækifærisgjafir.