Áhrif á skjálftavirkni skoðuð frekar

Hera Grímsdóttir, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna og ný­sköp­un­ar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og …
Hera Grímsdóttir, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna og ný­sköp­un­ar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, við undirritunina. mbl.is/Ólafur

Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna og ný­sköp­un­ar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að jarðhitanýting hafi almennt séð ekki verið tengd við aukna jarðskjálftavirkni en áhrif á skjálftavirkni sé umhverfisþáttur sem verði skoðaður frekar.

Orku­veita Reykja­vík­ur, sveit­ar­fé­lagið Ölfus og Orku­fé­lagið Tít­an, sem er í eigu Ölfuss, ætla að sækja sam­an um rann­sókn­ar­leyfi um nýt­ingu jarðhita í Ölfus­dal ofan Hvera­gerðis. 

Áhersla á samráð við nærsamfélag

Hera segir að Ölfusdalur sé á jarðfræðilega mjög virku svæði og þar sé talsverð náttúrleg jarðskjálftavirkni. Segir hún fyrsta fasa verkefnisins gera ráð fyrir allt að 10 megawatta virkjun með varmastöð.

„Þar sem ekki er gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu í nýtingu og ekki er gert ráð fyrir nýjum borunum fyrir þennan fyrsta fasa verkefnisins er ekkert sem gæfi tilefni til að ætla að aukning yrði í skjálftavirkni vegna aukinnar nýtingar og borana.“

Fólk féllst í faðma að lokinni undirrituninni.
Fólk féllst í faðma að lokinni undirrituninni. mbl.is/Ólafur

Hera segir að áhrif á skjálftavirkni sé umhverfisþáttur sem verði skoðaður í frekari undirbúningi verkefnisins. Segir hún að niðurdæling sé einn af valkostunum fyrir förgun á jarðhitavatninu og þekkt sé að í einhverjum tilfellum valdi hún jarðskjálftum en hvaða leið yrði farin verði metið meðal annars með tilliti til áhrifa á skjálftavirkni. 

Hún segir þá að mikil áhersla verði lögð á samráð við nærsamfélag í undirbúningi verkefnisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert