Fjögur fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf

Handhafar viðurkenninganna ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Ísland.
Handhafar viðurkenninganna ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Ísland. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Háskóli Íslands veitti í dag fjórum aðilum viðurkenningu fyrir lofsvert framlag í starfi við skólann.

Viðurkenningarnar, sem eru á sviði kennslu, rannsókna, jafnréttismála og annarra starfa, voru afhentar á upplýsingafundi rektors fyrir starfsfólk.

Þau sem fengu viðurkenningarnar voru: Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild, Elsa Eiríksdóttir, dósent við Deild faggreinakennslu, Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Viðskiptafræðideild, og Kristbjörg Olsen, verkefnisstjóri á kennslusviði Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert