Grindavíkurbær skreyttur fyrir jólin

Bærinn verður skreyttur fyrir jólin.
Bærinn verður skreyttur fyrir jólin. Ljósmynd/Hanna Þóra Agnarsdóttir

Grindavíkurbær verður prýddur jólaljósum þó ekki þyki líklegt að íbúar geti dvalið þar yfir hátíðarnar.

Hafa starfsmenn bæjarins þegar hafist handa við að koma upp skreytingum og má meðal annars sjá jólaljósastjörnur á ljósastaurum.

„Það var bara ákveðið að þjónustumiðstöðin okkar myndi halda þeim góða sið á lofti að skreyta bæinn fyrir jólin og það var sett í gang,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.

„Fólk er að koma og vitja eigna sinna, sækja jólaskrautið sitt. Svo eru fyrirtæki að hefja rekstur. Við vildum bara hafa jólalegt eins og fyrri ár,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert