Heitavatnslögn fór í sundur í Grafarvogi og því er Grafarvogslaug lokuð. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Grafarvogslaugar.
Óvíst er hvenær hægt verður að opna laugina aftur.
Í tilkynningu á vef Veitna segir að heitavatnslaust sé í hluta Grafarvogs núna. Búið er að staðsetja bilunina en ekki er hægt að áætla hvenær heitt vatn kemst aftur á.
Er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
Uppfært kl. 13.02:
Grafarvogslaug er opin á nýjan leik.