Mikilvægt að hitta fólk og ræða hin ýmsu mál

Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, Hörður Sigurðsson, bóndi á Hrauni …
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, Hörður Sigurðsson, bóndi á Hrauni og Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vélsmiðja Grinda­vík­ur hef­ur fengið leyfi til að hafa versl­un sína í Grinda­vík opna milli klukk­an 9 og 16 enda tals­vert af verk­tök­um í bæn­um að vinna að því að lag­færa lagna­kerfið og fylla í þær sprung­ur sem mynd­ast hafa.

Þegar útsendarar blaðsins komu við síðdegis í gær sátu þar Hjálm­ar Hall­gríms­son, formaður bæj­ar­ráðs Grinda­vík­ur, Hörður Sig­urðsson, bóndi á Hrauni, og Páll Val­ur Björns­son, kenn­ari í Fisk­tækni­skól­an­um, og drukku kaffi.

Lífið í bæn­um var meðal þess sem var til umræðu hjá þeim fé­lög­um yfir kaffi­boll­an­um í kaffikrók versl­un­ar­inn­ar.

Þeir voru sam­mála um að það væri skrítið að sjá bæ­inn tóm­an og nefndu sem dæmi að á þess­um tíma dags væru jafn­an marg­ir á ferli, enda flest­ir að klára vinnu og að sækja börn­in sín, ým­ist í leik­skóla eða tóm­stund­ir.

Þrátt fyr­ir það þótti þeim gott að koma til Grinda­vík­ur, hitta fólk og ræða dag­inn og veg­inn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert