Skari verður lögreglunni á Austurlandi til aðstoðar

Heiðrún Huld Finnsdóttir, Skari og Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar …
Heiðrún Huld Finnsdóttir, Skari og Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi. Ljósmynd/Lögreglan á Austurlandi

Löggæslu- og fíkniefnaleitarhundurinn Skari og stjórnandi hans Heiðrún Huld Finnsdóttir, lögreglumaður í lögreglunni á Austurlandi útskrifuðust á föstudag sem teymi fíkniefnahunds og stjórnanda. 

Undanfarin misseri hafa þau stundað krefjandi nám undir handleiðslu Steinars Gunnarssonar,  aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra og erlendra hundaþjálfara. Náminu lauk á föstudag með útskrift á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi. 

Auk Heiðrúnar og Skara útskrifuðust önnur teymi frá nokkrum lögregluliðum, fangelsismálastofnun, sérsveit ríkislögreglustjóra og tollgæslunni. 

Auk Skara og Heiðrúnar útskrifuðust teymi frá nokkrum lögregluliðum, fangelsismálastofnun, …
Auk Skara og Heiðrúnar útskrifuðust teymi frá nokkrum lögregluliðum, fangelsismálastofnun, sérsveit ríkislögreglustjóra og tollgæslunni. Ljósmynd/Lögreglan á Austurlandi

Skari verður lögreglumönnum til aðstoðar

Heiðrún Huld hefur umsjón með Skara og munu þau vinna saman sem teymi hvar sem þau koma. Þannig verður Skari lögreglumönnum á Austurlandi til aðstoðar þegar grunur er um fíkniefnamisferli sem og við reglubundið eftirlit með farþegaferjunni Norrænu á Seyðisfirði og flugi um Egilsstaðaflugvöll, auk annarra tilfallandi verkefna.

Lögreglan á Austurlandi hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum um fíkniefnamisferli að hafa samband við lögregluna á Austurland og er fullri nafnleynd heitið.

Þessum upplýsingum má koma á framfæri, beint við lögreglumenn embættisins, senda tölvupóst á austurland@logrelgan.is, hringja í síma lögreglunnar á Austurlandi, 4440600 eða í upplýsinga-/fíkniefnasímann sem tekur við fíkniefnaupplýsingum af öllu landinu, en hann er 800 5005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert